Guðjón Þórðarson til Hearts?

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Kristinn

Skoska dagblaðið Daily Record fullyrðir í dag að Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sé í þann veginn að taka við sem knattspyrnustjóri Hearts í Skotlandi. Terry Butcher, fyrrum landsliðsmaður Englands, verði aðstoðarmaður hans.

Daily Record segir að Guðjón hafi verið í Edinborg í gær til að ganga frá samningum og hann hafi þegar rætt við Butcher um væntanlegt samstarf þeirra. Butcher er núverandi aðstoðarþjálfari skoska landsliðsins ogstarfar þar með George Burley, og mun samkvæmt blaðinu halda því áfram.

Stevie Frail hefur stýrt liði Hearts til bráðabirgða undanfarna mánuði en eigandinn, Vladimir Romanov frá Litháen, hefur á undanförnum árum verið iðinn við að ráða og reka knattspyrnustjóra. Liðinu hefur ekki gengið sem skyldi en það hafnaði í áttunda sæti af 12 liðum í skosku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Tveir Íslendingar eru í herbúðum Hearts. Landsliðsmaðurinn ungi frá Eskifirði, Eggert Gunnþór Jónsson, sem vann sér sæti í liðinu síðasta vetur, og markvörðurinn Haraldur Björnsson, sem er markvörður íslenska 21-árs landsliðsins en var í unglinga- og varaliði Hearts á síðasta tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert