Sigurður Ragnar: Frábær úrslit

Sigurður Ragnar var ánægður með íslenska liðið í dag.
Sigurður Ragnar var ánægður með íslenska liðið í dag. mbl.is/Carlos

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, hún var virkilega góð og það að skora fimm mörk og halda markinu hreinu gegn þessu liði er frábært,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir stórsigur liðsins á Slóveníu, 5:0, á Laugardalsvelli í dag.

„Þær slóvensku náðu aldrei að vinna sig út úr pressunni hjá okkur og mér fannst við leysa þennan leik mjög vel af hendi. Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur,“ bætti Sigurður Ragnar við.

Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í umspili um þátttökurétt í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi á næsta ári. Liðið getur jafnframt ennþá náð efsta sæti 3. riðils, og þar með tryggt sér sæti í lokakeppninni. Til þess þarf liðið helst að vinna Grikki á fimmtudaginn því þá dugar jafntefli við Frakka á útivelli í haust.

Staðan í riðlinum.

Frekari umfjöllun um leikinn og ítarlegra viðtal við Sigurð Ragnar verður að finna í Morgunblaðinu á mánudaginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert