Yfirburðasigur á Grikkjum, 7:0

Hólmfríður Magnúsdóttir í návígi við grískan varnarmann í fyrri hálfleik.
Hólmfríður Magnúsdóttir í návígi við grískan varnarmann í fyrri hálfleik. mbl.is/Golli

Ísland vann yfirburðasigur á Grikkjum, 7:0, í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í dag. Ísland er þar með komið í toppsæti 3. riðils fyrir síðasta leikinn, gegn Frökkum þann 27. september, sem er hreinn úrslitaleikur um sæti á EM. Þar nægir Íslandi jafntefli.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi yfir strax á 4. mínútu og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir bættu við mörkum fyrir hlé, 3:0.

Á fyrstu 23 mínútum síðari hálfleiks komu síðan fjögur mörk til viðbótar. Hólmfríður skoraði tvö þeirra og gerði því þrennu í leiknum, Margrét Lára skoraði sitt annað mark og Katrín Ómarsdóttir, sem kom inná sem varamaður, skoraði í sínum þriðja landsleik í röð.

Ekkert mark leit dagsins ljós síðustu 25 mínúturnar þrátt fyrir þunga sókn að gríska markinu. Íslenska liðið átti 28 markskot í leiknum en það gríska aðeins tvö.

Nánar verður fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: Katrín Ómarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Embla S. Grétarsdóttir, Sif Atladóttir, Rakel Hönnudóttir, Erla Steina Arnardóttir, Sandra Sigurðardóttir.

Lið Grikklands: Ekaterini Falida, Kyriaki Kynosidou, Eleni Kakampouki, Maria Kavroeidaki, Anthoula Arvanitaki, Anastasia Papadopoulou, Kalomoira Kontomichi, Magdalini Tsoukala, Panagiota Chalkiadaki, Eirini Vlasiadou, Maria Adamaki.
Varamenn: Anastasia Velli, Eftychia Michailidov, Alkaterini Tsiapanou, Dimitra Lymperidou Velisari, Valeria Filippidou, Aristea Theodoraki, Melina Kotta.

Dóra Stefánsdóttir í baráttunni í leiknum á Laugardalsvelli í dag.
Dóra Stefánsdóttir í baráttunni í leiknum á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Golli
Ísland 7:0 Grikkland opna loka
93. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka