„Við spiluðum fínan sóknarbolta, fundum varla fyrir neinu álagi í vörninni og áttum helst í vandræðum með að brjóta niður þennan varnarmúr hjá þeim,“ sagði Edda Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem vann Grikkland í gær. Það gekk nú ekki verr en það að brjóta niður varnarmúr Grikkja að stórsigur vannst, 7:0.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um leik Íslands og Grikklands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er eftirfarandi að finna:
"Ég stend agndofa og dáist að þeim," segir Edda Garðarsdóttir um samherja sína í framlínu Íslands.
"Ég held að við höfum grætt á að tapa í Slóveníu," segir Þóra B. Helgadóttir markvörður.
"Ég er brjáluð yfir því að vera ekki í byrjunarliðinu," segir Katrín Ómarsdóttir.
"Áhorfendur skiptu miklu máli," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Íslands.
"Við erum búnar að bæta okkur gríðarlega," segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
"Fagmennska og miskunnarleysi," er fyrirsögnin á grein Víðis Sigurðssonar um landsleikinn.
Í Morgunblaðinu er jafnframt að finna yfirlit yfir markahæstu leikmenn Evrópukeppninnar þar sem Margrét Lára styrkti enn stöðu sína, og kort sem sýnir vel hvaða þjóðir eru á leiðinni á EM í Finnlandi og hverjar gætu farið í umspilið um sæti þar. Leikmenn fá einkunnir fyrir frammistöðuna og glæsilegar myndir Golla njóta sín í blaðinu.