Hinu árlega Shellmóti 6. flokks drengja í fótbolta lauk í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. FH vann aðalverðlaun mótsins, Shellmótsbikarinn, með því að leggja HK í úrslitaleik, 2:1. Annars var mótið með nýju sniði og keppt um hina ýmsu bikara sem kenndir voru við staði í Vestmannaeyjum. Þannig unnu Haukar Surtseyjarbikarinn og Bjarnareyjarbikarinn, Fjölnir fékk Helgarfellsbikarinn og Elliðaeyjarbikarinn, Valur fékk Suðureyjarbikarinn, Þór Stórhöfðabikarinn, HK Heimaklettsbikarinn, FH Heimaeyjarbikarinn og Fram fékk Álseyjarbikarinn.
Prúðustu lið mótsins voru Reynir úr Sandgerði og Fram.
Myndir frá mótinu er að finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.