FH til Lúx og Skaginn til Finnlands

Hörðustu stuðningsmenn ÍA gætu fylgt sínu liði til Finnlands.
Hörðustu stuðningsmenn ÍA gætu fylgt sínu liði til Finnlands. mbl.is/hag

Áðan var dregið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Tvö íslensk félög voru í pottinum, FH og ÍA. Var Hafnfirðingum raðað í efri styrkleikaflokk þannig ljóst var að þeir gátu ekki mætt sterkustu liðunum sem í pottinum voru. ÍA var hins vegar raðað í neðri styrkleikaflokk.

FH dróst gegn félaginu Grevenmacher frá Lúxemborg. Skagamenn mæta hins vegar finnska liðinu Honka. Skagamenn hefðu mögulega getað mætt enska stórliðinu Manchester City. Það er hins vegar færeyska liðið EB/Streymur sem mætir City.

Sigurður Jónsson og hans lærisveinar hjá sænska liðinu Djurgården mæta eistneska liðinu Flora og Stefán Gíslason og félagar hjá Bröndby leika við B36 frá Færeyjum. Leikið er heima og heiman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert