Evrópumeistarar Spánar á toppinn

Ísland fellur um 13 sæti frá síðasta mánuði á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag, og er í 98. sæti. Nýkrýndir Evrópumeistarar Spánar eru hins vegar í fyrsta skipti í efsta sætinu síðan listinn kom fyrst út, árið 1993.

Spánverjar fara upp fyrir Ítalíu sem er nú í 2. sæti, og Brasilíu sem fellur um tvö sæti og er í því fjórða. Í þriðja sæti er silfurliðið frá því á EM, Þýskaland. Fleiri lið frá Evrópumeistaramótinu hækka sig, þar á meðal Króatía og Holland, en hástökkvararnir í hópi efstu liða eru Rússar sem fara upp um 13 sæti og sitja nú í því 11.

Listinn í heild.

Spánverjar fagna Evrópumeistaratitlinum.
Spánverjar fagna Evrópumeistaratitlinum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert