Markasúpa í Landsbankadeild kvenna

Rakel Hönnudóttir, t.v. gerði þrennu í kvöld.
Rakel Hönnudóttir, t.v. gerði þrennu í kvöld. mbl.is

Mikið var skorað í fimm leikjum í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Mörkin urðu alls 27 talsins, flest í leik Breiðabliks og Fjölnis sem lauk með 5:4 sigri Blika.

Aðrir leikir kvöldsins voru Stjarnan og Valur sem lauk með 5:0 sigri Vals, KR vann Aftureldingu 2:0, Fylkir og HK/Víkingur gerðu 3:3 jafntefli og Þór/KA skellti Keflvíkingum syðra 5:0.

Tveir leikmenn náðu að gera þrennu í kvöld, Margrét Lára Viðarsdóttir í 5:0 sigri Vals á Stjörnunni og Rakel Hönnudóttir í 5:0 sigri Þórs/KA í Keflavík.

Staðan breyttist í raun lítið við úrslitin í kvöld, nema hvað Breiðablik fór upp fyrir Aftureldingu í fjórða sætið og Þór/KA upp fyrir Keflavík í 6. sætið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert