Sepp Blatter, forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins var í dag gerður að heiðurfélaga hjá spænska meistaraliðinu Real Madríd. Var það forseti félagsins, Ramon Calderon sem veitti Blatter og merki gert úr gulli og demanti á Santiago Bernabeu leikvangnum í Madríd í dag við hátíðlega athöfn.
Þetta er í meira lagi athyglisvert en Blatter lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum fyrr í vikunni að hann vildi sjá Cristiano Ronaldo ganga til liðs við Real Madríd. Ronaldo hefur þrálátlega verið orðaður við Real en hins vegar eru margir á þeim buxunum að forseti FIFA eigi ekki að hafa opinberar skoðanir á svona málum.