Fyrirhugaðir tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur í Helsinki í Finnlandi komu í veg fyrir beint flug meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍA til Helsinki í næstu viku. Skagamenn mæta finnska liðinu Honka í næstu viku í UEFA bikarnum. Hins vegar var orðið fullt í beint flug frá Íslandi til Helsinki vegna tónleika Bjarkar og þurfa Skagamenn því að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn.
Tónleikum Bjarkar hefur reyndar verið aflýst núna vegna hálsbólgu söngkonunnar. Heimasíða ÍA greinir frá þessu.