Börsungar segja alla vera ánægða

Ronaldinho
Ronaldinho Reuters

Txiki Begiristain hjá Barcelona segir alla þrjá aðilana, Barcelona, AC Milan og Ronaldinho ánægða með málalok varðandi söluna á Ronaldinho til AC Milan.

„Maður getur fengið 40 tilboð í leikmann en á endanum er það leikmaðurinn sem ræður. Leikmaðurinn leikur þar sem hann vill leika og í þessu tilfelli þá verðum við að hafa í huga að Ronaldinho gaf nokkuð eftir til að komast til AC Milan. Hann gaf eftir 15% af sölulaununum sem hann átti rétt á.

Okkur hefur tekist að halda öllum hamingjusömum, Við erum ánægðir vegna þess að hann gerði okkur ánægða og nú er hann líka ánægður, sagði Bergiristain, en óánægjuraddir hafa heyrst með að félagið skyldi selja hann á lægra verði en Manchester City bauð í hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert