3:0 tap ÍA gegn Honka í Finnlandi

Guðjón Heiðar Sveinsson í baráttu við leikmann Honka í Finnlandi …
Guðjón Heiðar Sveinsson í baráttu við leikmann Honka í Finnlandi í dag. mbl.is/Ville Vuorinen

Skagamenn töpuðu fyrir finnska liðinu Honka, 3:0, en liðin áttust við í fyrri viðureigninni í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins í Finnlandi í dag. Honka var 2:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn og bætti svo þriðja markinu við í byrjun seinni hálfleiks.

Byrjunarliðið er þannig að Espan Madsen er í markinu

Vörn: Hlynur Hauksson, Árni Thor Guðmundsson, Dario Cingel, Atli Guðjónsson, Heimir Einarson.

Miðja: Guðjón Sveinsson, Helgi Pétur Magnússon, Bjarni Guðjónsson, Aron Ýmir Pétursson.

Sókn: Vjekoslav Svadumovic.

Varamenn: Trausti Sigurbjörnsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Þórður Guðjónsson, Björn Bergmann Sigurðsson, Jón Vilhelm Ákason, Andri Júlíusson.

Leikið er  á Pohjola vellinum sem er gervigrasvöllur. Honka leikur alla jafna á náttúrlegu grasi en heimavöllur liðsins er ekki viðurkenndur af UEFA og því varð félagið að fá lánaðan völl til að leika á.

Aron Ýmir Pétursson er í byrjunarliði ÍA og er þetta …
Aron Ýmir Pétursson er í byrjunarliði ÍA og er þetta fyrsti Evrópuleikur hans á ferlinum. mbl.is/Ville Vuorinen
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert