FH lagði Grevenmacher, 3:2

Davíð Þór Viðarsson er í liði FH.
Davíð Þór Viðarsson er í liði FH. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

FH-ingar lögðu lið Grevenmacher frá Luxemborg, 3:2, í fyrri viðureign liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu en liðin áttust við í Kaplakrika. Grevenmacher komst í 2:0 eftir 25 mínútna leik en tvö mörk frá Tryggva Guðmundssyni og eitt frá Arnari Gunnlaugssyni tryggðu FH-ingum sigur. Fylgst var með leiknum hér á mbl.is í beinni textalýsingu.

Athygli vekur að Daði Lárusson markvörður situr á varamannabekk FH-inga og tekur Gunnar Sigurðsson stöðu hans.

Lið FH: Gunnar Sigurðsson - Höskuldur Eiríksson, Tommy Nielsen, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Logi Valgarðsson - Davíð Þór Viðarsson, Dennis Siim, Tryggvi Guðmundsson - Atli Guðnason,  Atli Viðar Björnsson, Arnar Gunnlaugsson.

Varamenn: Daði Lárusson, Jónas Grani Garðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Björn Sverrisson, Bjarki Gunnlaugsson. 

FH 3:2 Grevenmacher opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert