Farið að hitna undir Sigurði hjá Djurgården

Sigurður Jónsson þjálfari Djurgården.
Sigurður Jónsson þjálfari Djurgården. mbl.is/Brynjar Gauti

Sænskir fjölmiðlar segja að Sigurður Jónsson þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Djurgården sé orðinn valtur í sessi en hvorki hefur gengið né rekið hjá liði hans. Í gær tók það á móti eistneska liðinu Flora Tallinn í UEFA-bikarnum og varð að láta sér lynda markalaust jafntefli.

Þetta var áttundi leikur Djurgården í röð án sigurs og bauluðu stuðningsmenn liðsins á leikmennina þegar þeir af velli eftir leikinn við Flora Tallinn í gær.

Bosse Andersson stjórnarmaður Djurgården sagði við sænska blaðið Expressen að leikmenn liðsins ættu að fá skammirnar fyrir slakt gengi og vildi ekkert tjá sig um framtíð Sigurðar Jónssonar í þjálfarastarfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka