Fjögur efstu lið Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu komust í kvöld áfram í undanúrslit VISA-bikarsins. Valur sigraði Keflavík, 2:0 að Hlíðarenda, Breiðablik vann Þór, 1:0, á Akureyri, og KR vann öruggan 3:0 sigur á Fylki í Árbænum. Loks vann Stjarnan 2:1 sigur á 1. deildarliði ÍA í Garðabænum.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk Vals gegn Keflavík.
Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks á Akureyri, strax á 5. mínútu.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoraði tvö og Olga Færseth eitt úr vítaspyrnu þegar KR lagði Fylki 3:0. Hrefna kom KR yfir strax á annarri mínútu og Olga bætti um betur skömmu síðar. Þriðja markið skoraði Hrefna svo tíu mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil KR-inga.
Í Garðabænum komst botnlið 1. deildar, ÍA, óvænt yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Olaitan Yusuf kom boltanum í net heimamanna. Stjarnan jafnaði skömmu fyrir leikhlé með marki Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, og Margrét Guðný Vigfúsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með skoti langt utan af velli þegar um fimm mínútur lifðu leiks