Þjálfari Barcelona vill halda Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen sést hér við æfingar á æfingasvæði Barcelona …
Eiður Smári Guðjohnsen sést hér við æfingar á æfingasvæði Barcelona um helgina. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Josep Guardiola, nýr þjálfari Katalóníuliðsins, hefði sagt við hann að hann vildi halda honum hjá félaginu.

Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að Eiður sé á förum frá liðinu. Um helgina var haft eftir Rafael Yuste, stjórnarmanni hjá Barcelona, að Eiður ætti ekki lengur framtíð hjá félaginu. ,

,Ég var nú að lesa þessi ummæli frá einhverjum manni frá Barcelona sem ég þekki ekki en skilaboðin sem ég hef fengið frá þjálfaranum eru þveröfug við skilaboðin frá forráðamönnum félagsins. Hann vill að ég verði áfram. Ég átti fund með honum í síðustu viku, eftir fyrstu æfinguna, og hann sagðist alveg vera með það á hreinu hvaða leikmenn hann vildi að færu og ég væri ekki á þeim lista hjá honum. Eftir æfinguna í gær sagðist hann enn vera á sama máli,“ sagði Eiður Smári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert