Valur og KR lentu í basli

Úr leik KR og KA/Þór.
Úr leik KR og KA/Þór. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Heil umferð var í Landsbankadeild kvenna í kvöld en engin breyting varð á stöðu liða því fimm efstu liðin unnu öll sína leiki á móti fimm liðunum sem eru í neðri hlutanum.

KR-ingar lögðu Þór/KA 3:1 er liðin áttust við í Vesturbænum og Afturelding sigraði Fylki, 1:0. Í Keflavík vann Breiðablik 2:0 eftir að hafa lent í nokkru basli, Valur lagði HK/Víking 4:1 og Stjarnan vann Fjölni 3:0. 

Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir í seinni hálfleik gegn HK/Víkingi en Þórhildur Stefánsdóttir jafnaði strax fyrir nýliðana. Á síðustu 15 mínútunum skoruðu svo Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára og tryggðu Val 4:1 sigur.

Mist Edvardsdóttir tryggði Aftureldingu sigur á Fylki, 1:0.

Fjóla Dröfn Friðriksdóttir kom KR yfir en Alexandra Tómasdóttir jafnaði fyrir Þór/KA og staðan var lengi 1:1. Ólína G. Viðarsdóttir hjá KR fékk rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik en 10 KR-ingar knúðu fram sigur með mörkum frá Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur, 3:1.

Hlín  Gunnlaugsdóttir og Hekla Pálmadóttir skoruðu fyrir Breiðablik í Keflavík, 2:0.

Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna gegn Fjölni og Inga Birna Friðjónsdóttir eitt, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert