Bjarnólfur aftur til Eyja

Bjarnólfur lék síðast með ÍBV sumarið 2004.
Bjarnólfur lék síðast með ÍBV sumarið 2004. mbl.is/Kristinn

Knattspyrnumaðurinn Bjarnólfur Lárusson fékk í dag félagaskipti úr KR í ÍBV og mun leika með 1. deildarliðinu út sumarið. Bjarnólfur lék síðast knattspyrnuleik þegar KR bjargaði sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins síðasta sumar.

Bjarnólfur var ekki inni í framtíðarplönum Loga Ólafssonar þjálfara KR og var því leystur undan samningi í vetur.

Þessi 32 ára gamli miðjumaður mun án efa reynast ÍBV góður liðsstyrkur í toppbaráttu 1. deildar, en Eyjamenn hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum upp á síðkastið. Brasilíumennirnir þrír sem þeir fengu í vetur eru farnir heim og þá er nokkuð um meiðsli í herbúðum liðsins.

Bjarnólfur verður gjaldgengur í næsta leik ÍBV sem er gegn Þór á Hásteinsvelli annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert