Ellert var bjargvættur Stjörnunnar

Stjörnumenn gátu fagnað í blálokin í Ólafsfirði.
Stjörnumenn gátu fagnað í blálokin í Ólafsfirði. mbl.is/Gunnar

Ellert Hreinsson tryggði Stjörnunni stig á síðustu stundu þegar hann jafnaði metin, 2:2, gegn KS/Leiftri í 1. deild karla í knattspyrnu í Ólafsfirði í kvöld, þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Ellert kom Garðbæingum yfir á 53. mínútu en Agnar Þór Sveinsson jafnaði fyrir Tröllaskagaliðið sex mínútum síðar. Oliver Jaeger kom síðan KS/Leiftri yfir, 2:1, á 79. mínútu og allt stefndi í að það yrði sigurmarkið en Ellert reyndist bjargvættur Stjörnunnar í lokin.

Stjarnan er áfram í þriðja sætinu en er nú fjórum stigum á eftir Selfyssingum þegar bæði lið hafa spilað 13 leiki. KS/Leiftur er í næstneðsta sætinu með 8 stig, fjórum á eftir Fjarðabyggð og Leikni R. en einu á undan botnliði Njarðvíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert