Ólafur: Ætlum í úrslitaleikinn

Blikar skora og skora þessa dagana.
Blikar skora og skora þessa dagana. mbl.is/Brynjar Gauti

„Maður heyrði það á mönnum í gær að þeim er alveg sama hvaða liði þeir mæta, þeir ætla í úrslitaleikinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, sem mæta KR-ingum í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu eftir rúman mánuð, en dregið var í dag.

„Við erum búnir að mæta Íslandsmeisturum Vals og Keflvíkingum sem tróna á toppnum í deildinni, og fáum nú KR sem er á góðu skriði, þannig að við höfum verið að fá verðuga andstæðinga. Það getur verið bæði gott og slæmt en í leikjunum við Val og Keflavík mættu menn mjög einbeittir og ég vona að við náum upp sömu stemningu fyrir leikinn við KR,“ sagði Ólafur.

„Við unnum þá 2:1 vestur frá í sumar en KR-ingarnir eru sterkir og sá leikur var mjög jafn þar sem við vorum sterkari fyrri hluta leiks en þeir eftir því sem á leið. Það er kannski klisja en það skiptir engu máli hvaða lið við hefðum fengið. Fjölnismenn hafa staðið sig vel og þetta er eina tækifæri Fylkis til að gera einhverjar rósir í sumar,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert