Enn tapar Djurgården

Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.

Sænska knattspyrnuliðið Djurgården, sem Sigurður Jónsson þjálfar, tapaði í dag á heimavelli fyrir Helsingborg, 2:1.

Sænskir fjölmiðlar segja að liðsmenn Djurgården hafi lengst af verið betra liðið og náðu forustunni undir lok fyrri hálfleiks. Eftir að einum leikmanni liðsins var vikið af velli í síðari hálfleik náðu gestirnir yfirhöndinni og skoruðu tvö mörk undir lok leiksins.

Sigurður segir við fréttavef DN, að það margt jákvætt hafi sést í leik liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik og hann sé stoltur af frammistöðu sinna manna. 

Djurgården hefur ekki unnið leik síðan 28. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert