Óvæntur sigur Fjarðabyggðar í Hafnarfirði

Denis Curic hjá Haukum og Ingi Þór Þorsteinsson hjá Fjarðabyggð …
Denis Curic hjá Haukum og Ingi Þór Þorsteinsson hjá Fjarðabyggð eigast við í leiknum í dag. mbl.is/G.Rúnar

Fjarðabyggð sótti þrjú stig í Hafnarfjörð í 1. deild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Hauka að velli á Ásvöllum 4:2. Í hálfleik var staðan 1:1.

Þetta var síðasti leikurinn í 13. umferð deildarinnar og sitja Haukar í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig. Fjarðabyggð færðist upp um sæti og er nú í því áttunda með 15 stig. Hinn gamalreyndi markahrókur, Vilberg Jónasson skoraði tvívegis fyrir Fjarðabyggð en hin mörkin skoruðu Sveinbjörn Jónasson og Sigurður Víðisson. Fyrir Hauka skoruðu þeir Úlfar Hrafn Pálsson og Daniel Jones.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert