FH komst í kvöld áfram í UEFA-bikarnum eftir glæsilegan 5:1-sigur á Grevenmacher í Lúxemborg. Þeir Atli Guðnason og Tryggvi Guðmundsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir FH og Björn Daníel Sverrisson gerði eitt mark. Fylgst var með því markverðasta í leiknum hér á mbl.is.
Byrjunarlið FH er þannig skipað: Gunnar Sigurðsson - Höskuldur Eiríksson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Davíð Þór Viðarsson - Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.
Er þetta sama lið sem hóf leikinn gegn Skagamönnum í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar.
Leikar eru hafnir í Lúxemborg.
13. mínúta - Atli Guðnason kemur FH yfir eftir stoðsendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. Fram að þessu marki höfðu leikar verið nokkuð jafnir.
29. mínúta - Grevenmacher hefur jafnað metin. Staðan er 1:1 og samanlagt 4:3 fyrir FH.
45. mínúta - Flautað til hálfleiks. Staðan er 1:1.
46. mínúta - Leikar hefjast að nýju.
58. mínúta - Atli Guðnason kemur FH yfir á nýjan leik. Stoðsendinguna átti Tryggvi Guðmundsson.
65. mínúta - Tryggvi Guðmundsson skorar fyrir FH. Staðan því orðin 3:1 og samanlagt er FH því yfir 6:3.
74. mínúta - Tryggvi Guðmundsson skorar aftur fyrir FH eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni. Staðan því orðin 4:1 Hafnarfjarðarliðinu í vil.
87. mínúta - FH gerir endanlega út um leikinn þegar hinn ungi Björn Daníel Sverrisson skorar fimmta mark liðsins eftir sendingu Dennis Siim. Staðan 5:1 og samtals 8:3.