Eiður Smári: „Allt í góðum gír“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

„ÉG hef bara fundið mig vel í þessum leikjum. Ég sneri mig aðeins á hnénu í leiknum við Dundee United um síðustu helgi. Ég hef aðeins fundið fyrir því og mér brá svolítið fyrst því þetta er sama hnéð og ég átti í vandræðum með á síðustu leiktíð. En þetta er sem betur fer ekkert alvarlegt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá staddur á flugvellinum í Flórens á Ítalíu á leið til Bandaríkjanna.

Eiður lék síðasta hálftímann í 3:1 sigri á Fiorentina í fyrrakvöld en hann var í byrjunarliði Börsunga í báðum leikjum þess í Skotlandi í síðustu viku og skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu þegar það burstaði Hibernian, 6:0.

Eins og Eiður Smári sagði í spjalli við Morgunblaðið á dögunum þá hefur Josep Guardiola nýr þjálfari Katalóníuliðsins gefið Eiði þau skilaboð að hann vilji halda honum og með þessu hefur dregið stórlega úr fréttum um hugsanleg félagaskipti Eiðs frá Barcelona. ,,Það er bara allt í góðum gír hjá mér og ég einbeiti mér bara að komandi verkefnum hjá Barcelona,“ sagði Eiður Smári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert