Dregið var í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en nokkur stórlið úr Evrópu voru í hattinum þegar dregið var. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans úr spænska liðinu Barcelona leika gegn ísraelska liðinu Beitar eða Wisla frá Póllandi sem eiga eftir að leika síðari leikinn í 2. umferð. Ensku liðin Arsenal og Liverpool fara til Hollands og Belgíu. Liverpool leikur gegn Standard Liege og Arsenal mætir Twente. Fyrri leikirnir fara fram 12.-13. ágúst en síðari leikirnir 26.-27. ágúst.
Íslendingaliðið Brann frá Noregi á eftir að leika síðari leikinn gegn lettneska liðinu Ventspils en sigurliðið mætir Marseille frá Frakklandi. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson úr meistaraliði Gautaborgar í Svíþjóð eiga eftir að leika síðari leikinn gegn svissneska liðinu Basel en sigurliðið mætir portúgalska liðinu Vitoria Guimaraes.
Þessi lið mætast í 3. umferð.
Anorthosis Famagusta/Rapid Vín – Olympiakos
Vitoria Guimaraes – Gautaborg/Basel
Shakhtar Donetsk – Domzale/Dinamo Zagreb
Schalke 04 – Atletico Madrid
Aalborg/Modrica – Rangers/FBK Kaunas
Barcelona – Beitar Jerusalem/Wisla Krakow
Levski Sofia – Anderlecht/BATE
Standard Liege – Liverpool
Inter Baku/Partizan Belgrad – Fenerbahce/MTK Búdapest
FC Twente – Arsenal
Spartak Moskva – Drogheda/Dynamo Kiev
Juventus – Tampere United/Artmedia
Brann/Ventspils – Marseille
Fiorentina – Slavia Prag
Galatasaray – Steaua Bucharest
Panathinaikos/Dinamo Tblisi – Sheriff/Sparta Prag