„Vals-banarnir“ slógu út Anderlecht

Baldur Aðalsteinsson sækir að leikmenni BATE á Vodafone-vellinum fyrr í …
Baldur Aðalsteinsson sækir að leikmenni BATE á Vodafone-vellinum fyrr í sumar. mbl.is/hag

BATE Borisov, hvítrússneska liðið sem sló út Íslandsmeistara Vals í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, tók sig til og sló einnig út belgíska stórliðið Anderlecht í 2. umferðinni með samanlögðum 4:3 sigri.

BATE vann 2:1 í Belgíu í fyrri leiknum og hafði pálmann í höndunum þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum í dag, manni fleiri og marki yfir en staðan var þá 2:1. Jan Polak jafnaði hins vegar fyrir Anderlecht á 86. mínútu en þar við sat og því fer BATE áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert