ÍBV vann eftir að hafa lent undir

Einar Hjörleifsson markvörður Víkings Ó. ver frá Bjarna Hólm Aðalsteinssyni, …
Einar Hjörleifsson markvörður Víkings Ó. ver frá Bjarna Hólm Aðalsteinssyni, eftir að hafa varið vítaspyrnu frá honum. Einar er líklega handarbrotinn eftir þetta atvik. mbl.is/Sigfús

Eyjamenn halda áfram góðri forystu í 1. deild karla í knattspyrnu en þeir unnu Víkinga frá Ólafsvík 3:1 á Hásteinsvelli í kvöld. KA, Fjarðabyggð og Þór eiga hins vegar öll tækifæri á að komast upp fyrir Víking í kvöld.

Josip Marosevic kom Víkingum yfir eftir 10 mínútna leik en Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atli Heimisson bætti svo við tveimur mörkum fyrir ÍBV í öðrum leiknum í röð á Hásteinsvelli.

Markverðir beggja liða, Einar Hjörleifsson hjá Víkingi Ó. og Albert Sævarsson hjá ÍBV, vörðu vítaspyrnur í leiknum.

Atli Heimisson skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld og …
Atli Heimisson skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld og er hér í færi við mark Ólafsvíkinga. mbl.is/Sigfús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert