Veigar Páll Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Stabæk lagði Harald Guðmundsson og félaga í Aalesund að velli, 2:1, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá skoraði Birkir Bjarnason annað mark Bodö/Glimt sem vann Viking 3:2, en Birkir er einmitt í láni frá Viking á þessari leiktíð.
Þetta er annar leikurinn í röð sem að Veigar Páll skorar sigurmarkið í því hann gerði það líka í 2:1-sigri á Rosenborg í síðustu viku. Stabæk heldur því efsta sæti deildarinnar.
Bodö/Glimt komst með sigrinum upp fyrir Viking og í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Lyn sem vann Lilleström 1:0. Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Lyn.