Eyjamenn unnu fyrir austan

Stjarnan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í kvöld.
Stjarnan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í kvöld. mbl.is

Augustine Nsumba skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV vann Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli í kvöld, í sextándu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Þórsarar nældu sér í stig í Garðabænum þar sem þeir gerðu 1:1-jafntefli við Stjörnuna.

Mark Yngva Magnúsar kom snemma í seinni hálfleik og reyndist úrslitamarkið, en með sigrinum er ÍBV enn með góða forystu í efsta sæti deildarinnar og stefnir hraðbyri aftur upp í efstu deild. Eyjamenn hafa nú níu stiga forskot á Stjörnuna.

Stjarnan komst reyndar yfir gegn Þórsurum í kvöld með marki Daníels Laxdal eftir um hálftíma leik en markahrókurinn Hreinn Hringsson jafnaði metin í seinni hálfleik og þrátt fyrir mikla sókn Stjörnumanna skildu liðin að lokum jöfn, 1:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert