Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynnti nú í hádeginu 20 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Aserbaídsjan sem fram fer miðvikudaginn 20. ágúst á Laugardalsvelli klukkan 19:45.
Jóhann Berg Guðmundsson, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína hjá Breiðabliki í sumar er nýliði í landsliðshópnum. Þá er annar nýliði í hópnum, Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík. Hann hefur reyndar áður verið valinn í hópinn en ekki spilað landsleik.
Menn eins og Gunnleifur Gunnleifsson sem leikið hefur afar vel með HK í sumar og Veigar Páll Gunnarsson sem hefur lagt upp flest mörk í norska boltanum hljóta ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Annars er hópurinn þannig skipaður:
Markverðir
Kjartan Sturluson, Valur
Stefán Logi Magnússon, KR
Varnarmenn
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Birkir Már Sævarsson, Brann
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur
Miðjumenn
Stefán Gíslason, Bröndby
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík
Sóknarmenn
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Esbjerg
Marel Jóhann Baldvinsson, Breiðablik
Emil Hallfreðsson, Reggina
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Arnór Smárason, Heerenveen
Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðablik