Jóhann Berg í byrjunarliði Íslands

Íslenska landsliðið á æfingu í gær.
Íslenska landsliðið á æfingu í gær. mbl.is/Golli

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem etur kappi við Aserbaídsjan á Laugardalvellinum í kvöld. Athygli vekur að hinn ungi Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðablik er í byrjunarliðinu sem og Stefán Logi Magnússon markvörður úr KR og þá er Hermann Hreiðarsson með fyrirliðabandið.

Jóhann Berg leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik en þessi lipri leikmaður hefur slegið í gegn með Breiðabliki í sumar og verður gaman að sjá til hans í leiknum í kvöld

Stefán Logi Magnússon leikur sinn annan landsleik en hann varði mark Íslands gegn Hvít-Rússum á Möltumótinu í febrúar en í síðustu fjórum leikjum hefur Kjartan Sturluson staðið á milli stanganna.

Leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 19.45

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Stefán Logi Magnússon

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði, og Kristján Örn Sigurðsson

Tengiliðir: Pálmi Rafn Pálmason, Stefán Gíslason

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen

Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslendinga.
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslendinga. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert