Veigar væri í byrjunarliði Noregs

Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson.
Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Mikið hefur verið rætt um af hverju Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki vera valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu. Hefur Veigar leikið ákaflega vel með liði sínu, Stabæk í Noregi og hefur meðal annars átt flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

Blaðamaður Aftenposten fullyrti við Morgunblaðið í gær að ef Veigar Páll væri norskur ríkisborgari væri hann án efa í byrjunarliði Noregs, enda einn albesti leikmaðurinn þar í landi.

Morgunblaðið spurði Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfari af hverju Veigar Páll væri ekki valinn. Svör Ólafs má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert