Bestu leikmenn Meistaradeildarinnar tilnefndir

Cristiano Ronaldo er einn tilnefndra til leikmanns ársins í Meistaradeildinni.
Cristiano Ronaldo er einn tilnefndra til leikmanns ársins í Meistaradeildinni. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu kynnti í dag þá 20 leikmenn sem tilnefndir eru sem leikmenn Meistaradeildarinnar í Evrópu en valið miðast við keppnina á síðustu leiktíð.

Af þeim 20 sem tilnefndir eru leika allir nema þrír með enskum liðum sem ætti vart að koma á óvart enda sigursæl í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Þjálfarar sextán efstu liðanna a mótinu gefa atkvæði sín og verður vinningshafinn kynntur þann 28. ágúst næstkomandi.

Tilnefndir eru: 

Markverðir: Manuel Almunia Arsenal, Petr Cech Chelsea, Manuel Neuer Schalke, Pepe Reina Liverpool, Edwin van der Saar Manchester United.

Varnarmenn: Jamie Carragher Liverpool, Rio Ferdinand Manchester United, Carles Puyol Barcelona, John Terry Chelsea, Nemanja Vidic Manchester United.

Miðjumenn: Michael Essien Chelsea, Cesc Fabregas Arsenal, Steven Gerrard Liverpool, Frank Lampard Chelsea, Paul Scholes Manchester United.

Framherjar: Didier Drogba Chelsea, Lionel Messi Barcelona, Cristiano Ronaldo Manchester United, Wayne Rooney Manchester United, Fernando Torres Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert