KR í úrslit í bikarkeppni kvenna

Erna B. Sigurðardóttir hjá Breiðabliki og Hólmfríður Magnúsdóttir hjá KR …
Erna B. Sigurðardóttir hjá Breiðabliki og Hólmfríður Magnúsdóttir hjá KR eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Það verða KR og Valur sem leika til úrslita í Visabikar kvenna í knattspyrnu þann 20. september. KR lagði Breiðablik 4:2 í undanúrslitum, komust í 3:0 í fyrri hálfleik og síðan í 4:0 áður en Blikar náðu að svara fyrir sig.

KR og Breiðablik leika nú í undanúrslitum Visabikars kvenna í knattspyrnu. KR-stúlkur byrja vel og eru komnar 3:0 yfir. Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is

4:2 Blikar fengu aukaspyrnu á 75. mínútu rétt við miðjubogan og boltinn var sendur inn á vítateiginn þar sem Erna Björk Sigurðardóttir náði að skalla aftur fyrir sig og í netið.

4:1 Sara Björk minnkar muninn með flottu langskoti neðst í vinstra markhornið.

4:0 KR kemst í 4:0 gegn gangi síðari hálfleiks. Eftir horn frá vinstri skallaði varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir knöttinn í netið.

Blikar eru að sækja í sig veðrið og átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla rétt framhjá á 59. mínútu en tveimur mínútum áður áttu Blika að fá vítaspyrnu þegar harkalega var ýtt á bakið á Hörpu Þorsteinsdóttur.

Síðari hálfleikur er hafinn og veðrið orið miklu betra, vindinn hefur lægt og engin rigning lengur, en völlurinn þó blautur. Blikar hafa gert eina breytingu, Sandra Sif Magnúsdóttir er farin af velli og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komin í hennar stað.

Kominn háfleikur og staðan 3:0 fyrir KR og gæti Vesturbæjarliðið hælega hafa gert fleiri mörk enda mun sprækara. Veðrið er ekki beint til að hrópa húrra fyrir, strekkingur og úrhellis rigning.

3:0 Þriðja mark KR kom síðan á 21. mínútu. KR gaf fyrir frá vinstri og boltinn fór í höfuð eins varnarmanns Breiðabliks og í netið. Sjálfsmark.

2:0 Blikar björguðu síðan á marklínu á 9. mínútu en það dugði skammt því Hólmfríður Magnúsdóttir fékk boltann rétt utan vítateigs, lék inn í hann og skoraði með fínu skoti rétt innan vítateigslínunnar.

1:0 Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir eftir sex mínútna leik með ágætu marki eftir að hún komst inn fyrir vörnina vinstra megin. Skoraði með góðu skoti frá markteigshorninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert