Valencia hafnaði 5,7 milljarða boði

David Villa var markahæstur á EM í sumar.
David Villa var markahæstur á EM í sumar. Reuters

Spænska félagið Valencia er sagt hafa hafnað 47 milljóna evra, 5,7 milljarða króna, kauptilboði Spánarmeistara Real Madrid í markaskorarann David Villa. Þessu greinir spænska blaðið Marca frá.

Forráðamenn Valencia hittust í dag til að ræða tilboðið, og vildu sumir hverjir samþykkja það, en niðurstaðan varð þó að hafna tilboðinu.

Valencia veitir ekki af peningnum ef marka má orð Juan Villalong, sem ráðinn var fjármálaráðgjafi félagsins en síðan rekinn tveimur vikum síðar, en hann sagði skuldir Valencia nema 739 milljónum evra, eða nærri 90 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert