Mark Kristjáns Arnar dugði ekki til

Kristján Örn skoraði í Frakklandi í kvöld.
Kristján Örn skoraði í Frakklandi í kvöld. mbl.is/ÞÖK

Marseille vann í kvöld Íslendingaliðið Brann 2:1 í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Kristján Örn Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir Brann á 74. mínútu en norska liðið vantaði þá eitt mark í viðbót eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1:0 í Noregi. Það tókst ekki og franska liðið er því komið áfram í riðlakeppnina.

Aftenposten segir, að Kristján hafi gefið Brann von þegar hann skoraði markið en því miður hafi hann tvívegis gert varnarmistök, sem bæði kostuðu mörk.

Ólafur Örn Bjarnason lék við hlið Kristjáns í vörn Brann allan leikinn og Gylfi Einarsson var einnig í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 64. mínútu, skömmu áður en franska liðið skoraði fyrra markið sitt.

Birkir Már Sævarsson og Ármann Smári Björnsson voru allan tímann á varamannabekk Brann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert