Skoski landsliðshópurinn klár

Darren Fletcher verður í eldlínunni á Laugardalsvelli í næsta mánuði.
Darren Fletcher verður í eldlínunni á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Reuters

Þjálfari skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu, George Burley hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli 10. september næst komandi í forkeppni HM 2010. Þetta verður annar leikur Íslands í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, ytra þann 6. september. Meðal leikmanna í skoska liðinu er Darren Fletcher hjá Manchester United sem hefur byrjað leiktíðina með látum í Englandi og skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum Manchester United.

Hópur Skota er þannig skipaður:

Markverðir:
Craig Gordon (Sunderland),
David Marshall (Norwich City),
Allan McGregor (Rangers).

Aðrir leikmenn:
Graham Alexander (Burnley),
Darren Barr (Falkirk),
Christophe Berra (Hearts),
Gary Caldwell (Celtic),
Callum Davidson (Preston North End),
Stephen McManus (Celtic),
Kevin McNaughton (Cardiff City),
Gary Naysmith (Sheffield United),
David Weir (Rangers),
Scott Brown (Celtic),
Kris Commons (Derby County),
Darren Fletcher (Manchester United),
Paul Hartley (Celtic),
Shaun Maloney (Celtic),
James Morrison (West Bromwich Albion),
Barry Robson (Celtic),
Kevin Thomson (Rangers),
Kris Boyd (Rangers),
David Clarkson (Motherwell),
James McFadden (Birmingham City),
Kenny Miller (Rangers),
Garry O'Connor (Birmingham City).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka