Valsbanarnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Úr leik Vals og BATE á Vodafone-vellinum í sumar.
Úr leik Vals og BATE á Vodafone-vellinum í sumar. mbl.is/hag

BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi gerði í dag 1:1-jafntefli við Levski Sofia í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, og er því komið í riðlakeppnina því BATE vann fyrri leikinn á útivelli 1:0.

BATE-menn léku manni færri allan seinni hálfleikinn í dag en tókst að halda 1:1-stöðunni út allan leikinn og vinna því samanlagt 2:1.

Í fyrstu umferð forkeppninnar vann BATE lið Vals samanlagt 3:0 og í 2. umferð vann það belgíska stórliðið Anderlecht. Nú hefur draumur Hvít-Rússanna ræst og liðið verður í pottinum ásamt fjölda stórliða þegar dregið verður í riðla síðdegis á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka