Dregið var í dag í riðla Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Mónakó í dag. Nánast öll sterkustu félagslið Evrópu voru í pottinum, meðal annars eru þrjú lítið þekkt félög sem keppa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn. Það eru CFR frá Rúmeníu, Anorthosis frá Kýpur og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi. Síðast nefnda liðið sló einmitt Íslandsmeistara Vals út í forkeppninni í ár og lék gegn FH fyrir ári síðan í forkeppni sömu keppni og vann. Hins vegar tókst liðinu ekki að komast alla leið í riðlakeppnina þá.
A-riðill
Chelsea (England)
Roma (Ítalía)
Bordeaux (Frakkland)
CFR (Rúmenía)
B-riðill
Inter Mílanó (Ítalía)
Werder Bremen (Þýskaland)
Panathinaikos (Grikkland)
Anorthosis (Kýpur)
C-riðill
Barcelona (Spánn)
Sporting Lissabon (Portúgal)
Basel (Sviss)
Shakhtar (Úkraína)
D-riðill
Liverpool (England)
PSV Eindhoven (Holland)
Marseille (Frakkland)
Atlético Madríd (Spánn)
E-riðill
Manchester United (England)
Villarreal (Spánn)
Celtic (Skotland)
AaB (Danmörk)
F-riðill
Lyon (Frakkland)
Bayern München (Þýskaland)
Steaua Búkarest (Rúmenía)
Fiorentina (Ítalía)
G-riðill
Arsenal (England)
Porto (Portúgal)
Fenerbache (Tyrkland)
Dynamo Kiev (Úkraína)
H-riðill
Real Madríd (Spánn)
Juventus (Ítalía)
Zenit St. Pétursborg (Rússland)
BATE Borisov (Hvíta-Rússland)