Hannah hættur með lið Fjarðabyggðar

David Hannah, til vinstri, er hættur sem þjálfari og leikmaður …
David Hannah, til vinstri, er hættur sem þjálfari og leikmaður Fjarðabyggðar. mbl.is/Ómar

David Hannah, skoski knattspyrnumaðurinn, hætti störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjarðabyggðar eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í dag en Austfjarðaliðið beið þar lægri hlut, 3:0.

Hannah lék með Fylki í fyrra og í byrjun þessa tímabils en hætti þar í lok maí. Hann gerðist þá aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar og hóf síðan að leika með liðinu um miðjan júlí þegar hægt var að ganga frá félagaskiptum hans.

Hannah tók síðan við þjálfun liðsins þegar Magna Fannberg var sagt upp störfum í lok júlí. Liðið vann aðeins einn sigur í sex leikjum undir hans stjórn og er í fallhættu í 9. sætinu með 20 stig þegar þremur umferðum er ólokið.

Á vef Fjarðabyggðar, www.kff.is, segir að Hannah hafi verið boðið annað starf í Skotlandi.

Heimir Þorsteinsson mun stýra liði Fjarðabyggðar út tímabilið en hann er frá Neskaupstað og þjálfaði liðið áður árin 2004 og 2005. Hann hefur verið Hannah til aðstoðar með liðsstjórnina í undanförnum tveimur leikjum Fjarðabyggðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert