Turnar tveir en annað tóm meðalmennska

Leikmenn Real Madrid glaðir á góðri stund.
Leikmenn Real Madrid glaðir á góðri stund. Reuters

Spænskir sparkarar hefja leiktíðina nú um helgina og ekki seinna vænna fyrir aðdáendur þess suðræna sólskinsbolta. Verra er að fyrir utan hin hefðbundnu furstadæmi deildarinnar, Real Madrid og Barcelona, bendir fátt til þess að önnur félög ógni þeirra ríki mikið. Færa má rök fyrir að skæðustu keppinautarnir séu slakari nú en síðast og því verði spænski boltinn nú meiri síesta en fíesta.

Hrókeringar félaganna í efstu deildinni á Spáni þetta sumarið gefa ekki tilefni til neins annars en lið Real Madrid og Barcelona berjist áfram um toppsætið í þeirri ágætu deild þennan veturinn. Ef eitthvað þá eru þau fáu félög, sem veitt hafa risunum tveimur einhverja keppni síðustu árin, veikari nú en á síðustu leiktíð og spurningin í raun aðeins sú hvort það verður Real Madrid eða Barcelona sem vermir efsta sætið þegar leiktíðinni lýkur í júní.

Þetta er aðeins brot af ítarlegum vangaveltum um spænsku knattspyrnuna en greinina í heild má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert