Mark frá Tómasi Leifssyni í uppbótartíma tryggði Fjölni 4:3-sigur á Fylki í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu í dag. Fjölnisliðið er því komið í úrslitaleikinn annað árið í röð, aftur eftir sigur á Fylki í undanúrslitum. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Fjölnismenn komust í 1:0 með marki Gunnars Más Guðmundssonar en Kjartan Ágúst Breiðdal og Þórir Hannesson komu Fylki yfir. Sjálfsmark Fylkis og mark frá Pétri Georg Markan komu hins vegar Fjölni aftur í forystu áður en flautað var til leikhlés.
Ian Jeffs jafnaði metin í seinni hálfleik en Tómas Leifsson varð hetja Fjölnis þegar hann skoraði sigurmarkið í blálokin.
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Kjartan Ágúst Breiðdal - Ingimundur Níels Óskarsson, Kristján Valdimarsson, Ian Jeffs, Peter Gravesen - Halldór Arnar Hilmisson, Kjartan Andri Baldvinsson.
Varamenn: Jóhann Þórhallsson, Allan Dyring, Hermann Aðalgeirsson, Björn Metúsalem Aðalsteinsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Björn Orri Hermannsson, Axel Ingi Magnússon.
Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason - Magnús Ingi Einarsson, Óli Stefán Flóventsson, Kristján Hauksson, Gunnar Valur Gunnarsson - Ágúst Gylfason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Gunnar Már Guðmundsson - Tómas Leifsson, Ólafur Páll Snorrason, Pétur Georg Markan.
Varamenn: Ólafur Páll Johnson, Aron Jóhannsson, Heimir Snær Guðmundsson, Davíð Þór Rúnarsson, Andri Valur Ívarsson, Kolbeinn Kristinsson, Gísli Magnús Garðarsson.