KR komst í kvöld í úrslit VISA-bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur á Breiðabliki í undanúrslitum á Laugardalsvellinum. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma, en Blikar höfðu þó sótt látlaust að marki KR seinni part síðari hálfleiks. Grípa þurfti því til framlengingar. Þar komst Breiðablik yfir með marki frá Marel Jóhanni Baldvinssyni úr vítaspyrnu. Pétur Hafliði Marteinsson náði hins vegar að jafna metin. Fleiri mörk voru ekki skoruð í framlengingunni og því komið að vítaspyrnukeppni.
Í vítakeppninni skoraði KR úr fjórum vítaspyrnum en Breiðablik aðeins úr einni spyrnu og hafði því KR sigur af hólmi og leika til úrslita í bikarkeppninni gegn Fjölni þann 4. október.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Lið Breiðabliks: Casper Jacobsen - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Srdjan Gasic, Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson - Nenad Zivanovic, Arnar Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guðmundsson - Magnús Páll Gunnarsson, Marel Jóhann Baldvinsson.
Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Kristinn Steindórsson, Prince Rajcomar, Olgeir Sigurgeirsson, Vignir Jóhannesson, Alfreð Finnbogason, Hörður Sigurjón Bjarnason.
Lið KR: Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Ásgeir Örn Ólafsson - Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Óskar Örn Hauksson - Björgólfur Takefusa, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Gunnlaugur Jónsson, Atli Jóhannsson, Guðmundur Pétursson, Eggert Rafn Einarsson, Davíð Birgisson, Guðmundur Atli Steinþórsson.