Ólafur Ingi meiddur af velli

Ólafur Ingi gæti misst af landsleiknum við Noreg á laugardag …
Ólafur Ingi gæti misst af landsleiknum við Noreg á laugardag og við Skotland eftir rúma viku. mbl.is/Golli

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason fór meiddur af velli í leik Helsingborgar og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni sem nú stendur yfir. Þetta setur þátttöku Ólafs í komandi landsleikjum við Noreg og Skotland í vafa en hann var á dögunum valinn í 22 manna hóp Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara.

Ólafur Ingi meiddist strax á sjöundu mínútu eftir að hafa fengið slæmt högg á annað hnéið, en kom svo aftur inn á. Hann var hins vegar tekinn af leikvelli eftir hálftíma leik vegna meiðslanna.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en Ólafur Ingi meiddist á hné í vor og var frá keppni í nokkurn tíma vegna þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert