Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina við Noreg og Skotland í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur.
Ólafur Ingi meiddist á hné í leik með Helsingborg í gær og getur því ekki tekið þátt í leikjunum, sem eru á laugardaginn gegn Noregi og gegn Skotlandi eftir rúma viku.
„Guðmundur nýtist mjög vel og getur bæði verið sóknarþenkjandi miðjumaður og sóknarmaður, og hefur staðið sig mjög vel í sumar,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í samtali við mbl.is.
Hópurinn er því þannig skipaður:
Markverðir:
Kjartan Sturluson, Valur
Stefán Logi Magnússon, KR
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Lyn
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Ragnar Sigurðsson, Gautaborg
Birkir Már Sævarsson, Brann
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur
Miðjumenn:
Stefán Gíslason, Bröndby
Emil Hallfreðsson, Reggina
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Davíð Þór Viðarsson, FH
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Heiðar Helguson, Bolton
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Esbjerg
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Stefán Þór Þórðarson, ÍA
Guðmundur Steinarsson, Keflavík