Jónas Guðni í landsliðið í stað Elmars

Jónas Guðni á að baki fimm æfingaleiki fyrir Ísland.
Jónas Guðni á að baki fimm æfingaleiki fyrir Ísland. mbl.is/GRG

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur þurft að gera tvær breytingar á 22 manna hópnum sem hann valdi fyrir leikina við Noreg á laugardag og Skotland eftir rúma viku.

Fyrr í dag varð ljóst að Guðmundur Steinarsson, sóknarmaður úr Keflavík, kæmi inn í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur. Nú er einnig orðið ljóst að Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður norska liðsins Lyn, er meiddur og hefur KR-ingurinn Jónas Guðni Sævarsson verið kallaður í hópinn í hans stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert