Talsverð spenna er í 2. deild karla eftir leiki kvöldsins en þar vann ÍR 1:0 sigur á Aftureldingu meðan lið Tindastóls vann góðan útisigur á liði Hamars, 4:2.
Lið ÍR hefur tryggt sér efsta sætið í deildinni og áttu stigin þrjú skilin í kvöld en þó þurfti sjálfsmark á lokamínútunni til að negla þrjú stigin fyrir sigur enda vörn Aftureldingar afar þétt. Eru ÍR-ingar enn taplausir í deildinni.
Spenna er hins vegar um hvaða lið fylgir ÍR upp um deild en Afturelding verður að teljast líklegast þó tapað hafi þeir í kvöld. Eru þeir fjórtán stigum á eftir ÍR en sjö stigum á undan Víði í þriðja sætinu.
Hamarsmenn eru hins vegar í slæmum málum í neðsta sætinu eftir leik kvöldsins meðan Tindastóll kom sér burt af mesta hættusvæðinu við botninn.
Grótta lagði Reyni frá Sangerði 4:2 í síðasta leik 2. deildar í kvöld og er í sjötta sæti með 24 stig en Reynir sem fyrr með 21 í níunda sæti.