Elsta breska kvenfélag í knattspyrnunni, hið 40 ára gamla Doncaster Belles, er á leið í gjaldþrot eftir að helsti stuðningsaðili liðsins dró sig fyrirvaralaust út.
Er hugsanlegt að það gerist strax eftir helgina en aðeins er til fé til að senda liðið til London þar sem það á leik gegn Arsenal Ladies á sunnudaginn kemur. Verður það að öllum líkindum síðasti leikur liðsins en það situr sem stendur í fjórða sæti efstu deildar kvenna.