Norðmenn óttast Eið Smára

Íslenska liðið á æfingu í Ósló í gærkvöldi.
Íslenska liðið á æfingu í Ósló í gærkvöldi. mbl.is/Hákon Freyr

Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal leikvellinum í Ósló klukkan 17 á morgun í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Ef marka má fréttir í norskum fjölmiðlum mæta Norðmenn nokkuð sigurvissir til leiks en slá þó nokkra varnagla, þar á meðal að Eiður Smári Guðjohnsen gæti reynst erfiður.

Fréttastofan NRK segir í dag, að þótt Íslendingar séu langt frá því að vera fótboltastórveldi sé mikið í húfi í leiknum því ef stig tapast gegn Íslandi gæti draumur Norðmanna um sæti í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku árið 2010 orðið úti. Og Eiður Smári sé sá leikmaður, sem helst þurfi að varast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert