Stífur varnarleikur á dagskránni

Íslenska landsliðið á æfingu í Noregi í gær.
Íslenska landsliðið á æfingu í Noregi í gær. mbl.is

„Allt gengur samkvæmt áætlun og strákarnir eru klárir í þennan slag,“sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, en íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Norðmönnum sem kunnugt er á morgun í fyrsta leik landsliðsins í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010.

Landsliðið hefur nú dvalið í Noregi um tveggja daga skeið við æfingar og var Ólafur afar sáttur við gang mála í gærkvöldi þótt rignt hafi talsvert í Noregi að undanförnu. „Æfingarnar hafa gengið vel og allt heppnast sem ég hef lagt upp með á þeim,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið.

Sjá meira af viðtalinu við Ólaf og ítarlega umfjöllun um viðureign Íslendinga og Norðmanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert